Færsluflokkur: Ferðalög

Keflavík - Toronto

Oddný skilaði farþegunum heim til Toronto í VíkingadressiOddný var sú eina úr áhöfninni sem fór með farþegunum alla leið heim til Toronto. Með henni í för var fríður hópur af fyrrverandi heimsförum. Sumir af farþegunum höfðu áður farið í heimsferð með Travel Guild og Icelandair. Þeir voru mjög glaðir að fá aftur að hitta sitt fólk úr fyrri ferðum.

Á þessum legg voru þau með víkingahatta, skykkjur og í stígvélum sem vakti auðvitað kátínu farþega eins og fyrri búningar í ferðinni.

Á blogg síðu Pat er meira sagt frá þessum legg og þar lýsa nokkrir af farþegunum ferðinni frá sínu sjónarhorni.

http://www.travelblog.org/Bloggers/Happy-Pat/

 


Prag og heimkoman

Laufey og BirgittaVið áttum mjög góðar stundir í Prag. Borgin er falleg og var gott að geta keypt sér mat án þess að hafa áhyggur af gæðunum.

Ferðin heim gekk mjög vel. Stelpurnar settu upp fjaðragrímur sem þær höfðu keypt í Hong Kong og voru með hvítar svuntur.

Í gær var okkur svo boðið í kveðjukvöldverð með farþegunum á Hótel Sögu. Þar var okkur vel tekið og teknar margar myndir. Þegar við fórum vorum við svo kysst og knúsuð.

Íris og Ragnhildur Þar var haldið uppboð til styrktar ABC hjálparstarfs í Kenya. Carl fararstjóri stóð sig mjög vel sem uppboðshaldari og voru boðnir upp hinir ýmsu hlutir sem fólk hafði keypt í ferðinni. Uppboðið gekk vel og safnaðist 87.500 kr. sem munu koma að góðum notum í Kenya.

Þetta var ógleymanleg ferð í alla staði.

Takk fyrir okkur

 


Kaíró

Við lentum í Kaíró og fórum með farþegunum í skoðunarferð að Pýramídunum miklu í Giza. Það var góð ferð og fróðleg, þó Pýramídarnir séu mikill ferðamannastaður. Einhver okkar fóru á bak á Kameldýri Pýramídarnir í Gizaog létum við taka myndir af okkur við þessi tignarlegu mannvirki. Laufey okkar var eftir í vélinni og passaði þar allt með stakri prýði á meðan við vorum í ferðinni.

Áfram héldum við til Prag, en þar erum við núna. Hér er kunnuglegt loftslag, frost og snjór á götum. Í kvöld ætlum við að fara út að borða en hér er mikið af fallegum og girnilegum veitingastöðum.

Sendum frá okkur fleiri fréttir alveg á næstunni, þessari ferð er nefnilega u.þ.b. að ljúka.

-KK


Luxor - Egyptaland

Flugið til Egyptalands gekk vel. Flogið var norður yfir Súdan og inn til Luxor, nánast yfir Níl allan tímann. Luxor hefur að geyma miklar fornminjar frá þeim tíma er Egyptar töldust stórþjóð fyrir mörg þúsund árum síðan.Léttari en loft

Nokkur okkar fóru í loftbelg snemma morguns og var það tilkomumikið ferðalag. Svífandi um stjórnlaus í 3.500 feta hæð - ekki beint draumur hvers manns - en sérstakt engu að síður. Ferðin gekk vel, sérstaklega eftir að Birgitta hjálpaði þessu fólki að pakka saman blöðrunni það þurfti sterkar hendur til að draga niður belginn.

 

SvefnpurrkaVið fórum á múmíu-safn og kynntum okkur þessa fornu aðferð Egypta við að geyma líkamsleifar. Áhugavert en ekki spennandi. Luxor safnið var líka skoðað. Það virðist gilda það sama um öll söfn. Fysta hálftímann kynnir maður sér hvern einstakan safngrip. Svo fer maður að lesa um aðra hverja styttu. Að endingu labbar maður framhjá fornminjum með hraði og leitar bara eftir útganginum Smile.

 

 

 

Á morgun förum við til Kaíró og stoppum í 5 tíma á meðan farþegarnir skoða Pýramídana miklu í Giza. Ef við erum heppin, getum við skotist með. Síðan verður haldið til Prag sem er seinasti viðkomustaður okkar á leiðinni heim.


Nairobi, Kenya

Kvöldmatur ljónanna

Hingað komum við frá Dubai þann 22.nóvember. Strax morguninn eftir fóru allir nema Laufey og Íris, sem voru veikar, í Masai Mara safarigarðinn. Meira sagt frá þeirri ferð síðar. (NÝTT) Ferðin í Masai Mara þjóðlendurnar var stórkostleg. Þangað keyrðum við í mod-sev turbulence enda vegakerfið ekki upp á marga fiska. Myndirnar tala sínu máli, en við sáum margar dýrategundir og einhverjar mannskepnur urðu á vegi okkar líka og ræddum hópurinn við þær á friðsamlegum nótum. Þeir vildu fá úrin okkar í skiptum fyrir varning, aðallega mykjuhauga sem eru mikils metnir af Masai mönnum. Fórum tilbaka með flugi.

Í dag fóru Laufey og Íris í National Park sem er safarigarður inni í Nairobi og fengu svo skoðunarferð um borgina og skruppu á Masai Market.

Áhöfnin situr fyrir svörum um flugÞegar hópurinn hafði svo sameinast á ný í eftirmiðdaginn var farið að heimsækja ABC barnahjálp hér í Nairobi. Þar var mjög vel tekið á móti okkur og eyddum við nokkrum tímum með börnunum. ABC í Kenya er með þrjú hús þar sem börnin búa. Þetta eru börn sem eru annað hvort munaðarlaus eða koma úr fátækrahverfunum í borginni. Þórunn, sem sér um starfið hér, sagði okkur að 3,5 milljónir manna búa í þessum fátækrahverfum (slömmum) í Nairobi og eru þetta fjölmennustu fátækrahverfi í Afríku.

 

 

Tónlistarmennirnir í hópnumÞað var gaman að heimsækja Þórunni og börnin. Þau byrjuðu á því að spyrja okkur spjörunum úr um flug og svo sungu þau og dönsuðu fyrir okkur. Við gáfum þeim svo smá styrk sem verður notaður til að kaupa bækur og annað sem vantar.

Leggjum af stað til Luxor í fyrramálið og sendum línu þaðan.

Knús og kremja frá Nairobi


Dubai

 Það var vel tekið á móti okkur á flugvellinum með ferskum döðlum og vorum við  glöð að komast aftur til siðmenningar. Sváfum einstaklega vel á fögru hóteli. Í dag skelltum við okkur svo á Skíði í Emirates Mall. Okkur fannst þetta toppurinn á ferðalaginu til þessa. Það var súríalískt að fara á skíði innandyra.

Förum svo á morgun í eyðimerkur safari.

Meira síðar héðan frá Dubai.

Knús og kremja


Cambodia og Indland

Siem Reap, Cambodia

Við áttum góða dvöl í Cambodiu. Hótelið var glæsilegt en borgin Siem Reap frekar hrörleg. Notuðum dagana til að hlaða batteríin  og sleikja sólina. Fórum í skoðunarferð um Angkor Wat hofið sem við nutum mjög vel. Þetta er ótrúlegt mannvirki sem var byggt á 12 öld. Við enduðum svo daginn með því að fara á fílum upp á fjallshlíð þar sem við príluðum upp á annað hof til að njóta sólsetursins. Leiðsögumaður okkar um hofin sagði okkur frá því að Siem Reap þýðir "Tæland tapaði". Borgin var endurskírð þessu nafni eftir að Tæland tapaði en áður hafði hún heitið Angkor City.

Við vorum öll sammála um það að borgin heillaði okkur það mikið að vert væri að heimsækja hana aftur og sjá meira af landinu.

 

Angkor Wat Cambodia

Agra, Indlandi

Við urðum fyrir áfalli að koma til Agra á Indlandi. Í Cambodiu og Víetnam hafði verið mikil fátækt en ekkert í líkingu við ástandið í Agra. Kýrnar, sem eru heilagar á Indlandi, ganga sjálfala um göturnar og éta úr ruslagámum. Alls staðar má sjá börn, fullorðna og mikið fatlað fólk í fatalörfum að betla sér til matar.

Hópurinn við Taj MahalFyrir rúmum 30 árum var verksmiðjum í borginni lokað sökum mengunnar til þess að varðveita Taj Mahal sem er eitt mesta undur veraldar. Lítið hefur verið gert til að koma til móts við þau störf sem þar töpuðust og þess vegna er ástandið í borginni svona hræðilegt.

Við vorum ekki eins ánægð með hótelið okkar í Agra eins og í Cambodiu. Enn svona var Agra.

Okkur stelpunum til skemmtunar heimsóktum við fallega verslun þar sem við keyptum okkur "Sari", sem er þjóðbúningur innfæddra. Þeim skörtuðum við á leiðinni frá Indlandi til Dubai farþegum til mikillar gleði.

Brottför frá Indlandi gekk ekki hrakfallalaust þar sem við fengum ekki flugtaksheimild sökum meintrar mengunnar. Þurftum að bíða í 2,5 tíma þar til leyfi fékkst til flugtaks. Farþegarnir alsælir að vera komnir um borð í TF- FIA. Einn þeirra nefndi að það yrði að draga hann út öskrandi og sparkandi ef hann ætti að fara frá borði aftur á Indlandi. Frekar svæfi hann í vélinni. Það voru fagnaðarhróp þegar geyst var af stað í átt til Dubai.

Farþegarnir eru einnig með blogg síður og hér er ein þeirra. Þar er hægt að lesa um ferðina frá öðru sjónarhorni og þar eru slatti af myndum af okkur: 

http://www.travelblog.org/Bloggers/Happy-Pat/


Vietnam - Cambodia

Vid erum nuna i Indlandi og netsamband ekki sem skyldi. Kari situr i reykfylltu bakherbergi i mottoku hotelsins ad skrifa a indverska tolvu. Herbergid er 2 fermetrar.

I dag verdur farid ad skoda Taj Mahal hofid. Nanari upplysingar sidar, tegar vid komumst i betra samband.

 Ta uppfaerum vid myndirnar og bloggid.

19. november holdum vid afram til Dubai.


Osaka - Hong Kong - Saigon

Það er sama gleðin hér. Flugtíminn er ekki nógu langur fyrir farþegana. þeir biðja okkur um að fara aukahring því það er svo gaman um borð. Jói átti afmæli daginn sem við komum til Hong Kong og var sungið fyrir hann eins og önnur afmælisbörn um borð.Daginn eftir fóru stelpurnar á Ladies Market á meðan strákarnir fóru í skoðunarferð upp á fjall. Um kvöldið var svo farið á Night market. Við vorum öll sammála um það að Hong Kong er borg sem við viljum heimsækja aftur og sjá meira af (sérstaklega stelpurnar sem sáu ekkert nema markaði).

Gengið heimMorguninn eftir var svo lagt af stað til Ho Chi Minh City ( Saigon) í Víetnam. Saigon vakti mismikla lukku hjá áhöfninni og farþegum, ólíkt Hong Kong. Sumum fannst erfitt að finna ætilegan mat og borgin er skítug. Rottur og kakkalakkar gerðu stelpunum lífið leitt og vorum við í stanslausri lífshættu að reyna að fara um borgina fótgangandi. Það er ekki mikið um götuljós í Saigon og virðist gilda að sá sem er frekastur kemst áfram. Til að komast yfir götu þarf að labba hægt en ákveðið í veg fyrir skellinöðrur (í meirihluta) og bíla og reglan er sú að þau víkja fyrir fótgangandi.

Í Saigon keyptu stelpurnar sér Víetnamska þjóðbúninga og strákarnir fóru til skraddarans á markaðnum og létu sérsauma á sig jakkaföt. Aumingja Jakob var skilinn út undan og fékk engin jakkaföt.Víetnamar ganga í  þjóðbúningi sínum daglega en ekki bara við sérstök tækifæri eins og við Íslendingar. Stelpurnar skörtuðu svo búningunum á leiðinni til Cambodiu í dag.

Víetnamskir þjóðbúningar

Knús og kremja frá Cambodiu.


Osaka - Kyoto

Vöknuðum snemma morguns, sumir byrjuðu daginn á því að borða loðnu og makríl ásamt öðrum sjávarafurðum að hætti innfæddra, en flestir héldu sig við hefðbundin morgunverð.

Osaka-kastaliOsaka-kastali var næstur á dagskrá - skoðunarferð farin í 17°C stiga hita og sól. Hápunktur ferðarinnar átti að vera bátsferð um síki Osaka. Með eftirvæntingu var beðið eftir ferjunni sem kom á áætlun og fór stuttu síðar nánast tóm.

Ferðin einkenndist af spennu farþeganna.

Gróðurfar Osaka-borgar mætti lýsa í hnotskurn sem kálhausum fljótandi á vatnsborði árinnar. Grænmetið er ekki einu sinni notað til manneldis og urðum við þar strax fyrir miklum vonbrigðum. Ekki bætti úr skák að ekkert var að sjá í allri ferðinni.

Næsti dagur var nokkru betri. Farið var til Kyoto og þar var fyrst að sjá þjóðlega japanska menningu (eitthvað annað en tölvur og farsíma). Þar var gamli tíminn alls ráðandi og fórum við að skoða Kiyomizu hofið. Það var tilkomumikið og allir höfðu gaman af.

GeishurFerðin lá næst á Geishu-slóðir. Eftir stutt labb sáum við sannar "Geishur" (sjá mynd) skunda hjá, mitt í sauðsvörtum almúganum. Stelpurnar í hópnum urðu svo hrifnar af athygli þeirri sem þessar "Geishur" fengu, að þær stukku inn í næstu búð og fjárfestu í tilkomumiklum búningum að hætti Japana og notuðu við vinnu næsta dag. Vakti það lukku á meðal farþeganna þegar tekið var á móti þeim að Japönskum sið.

knús & kremja þangað til næst frá Hong Kong


Næsta síða »

Um bloggið

Heimsfarar Icelandair

Áhöfnin

Áhöfn FI-1409
Áhöfn FI-1409
Áhöfn TF-FIA, Flugnúmer FI-1409, flýgur hringinn í kringum jörðina á 26 dögum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Stelpurnar allar með fjaðragrímurnar á leiðinni frá Prag
  • Oddný skilaði farþegunum heim til Toronto í Víkingadressi
  • Íris og Birgitta í víetnömskum búningum
  • Carl uppboðshaldari
  • Góssið sem var á uppboði til styrktar ABC

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband