Fyrir framan Sfinxinn var komið með Faróinn á bát frá Nílarfljóti. Síðan var hann fluttur að Pýramídanum og settur inn í hvelfingu þar sem hann var gerður að múmíu. Það var gert með því að hreinsa öll innyfli úr líkamanum og fjarlægja heilann. Við sáum ýmis tól sem notuð voru í þessum tilgangi, flísatangir og sköfur, meitlar og skurðhnífar. Líkaminn var svo baðaður í alls kyns efnum og smurður áður en hann var vafinn í sárabindi sem var löðrandi í einhverjum viðbjóði sem gerði líkamann að því sem hann er í dag - múmíu.
Ljósmyndari: Kári | Staður: Giza | Bætt í albúm: 28.11.2007
Athugasemdir
Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.