Styttan af Sfinxinum liggur undir talsverðum skemmdum. Andlitið farið næstum af.
Öll hús í Kaíró eru hrörleg, eins og þessi stytta. Þau eru nánast öll hálfkláruð, efsta hæðin er gjarnan bara með hálf-reista veggi. Við töldum að þetta stafaði af fátækt. Það er að hluta til rétt, þó á öllum húsþökum standi amk 10 gervihnattadiskar. Ástæðan fyrir hálfkláruðum byggingum er sú að þá sleppa menn við að borga húsbyggingarskatt, sem leggst á fullkláruð hús. Furðulegt að löggjafinn breyti þessu ekki, þó ekki væri nema til að fegra ásýnd Kaíró-borgar en það er kannski óvinnandi verk.
Ljósmyndari: Kári | Staður: Giza | Bætt í albúm: 28.11.2007
Athugasemdir
Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.