28.11.2007 | 11:54
Kaíró
Við lentum í Kaíró og fórum með farþegunum í skoðunarferð að Pýramídunum miklu í Giza. Það var góð ferð og fróðleg, þó Pýramídarnir séu mikill ferðamannastaður. Einhver okkar fóru á bak á Kameldýri og létum við taka myndir af okkur við þessi tignarlegu mannvirki. Laufey okkar var eftir í vélinni og passaði þar allt með stakri prýði á meðan við vorum í ferðinni.
Áfram héldum við til Prag, en þar erum við núna. Hér er kunnuglegt loftslag, frost og snjór á götum. Í kvöld ætlum við að fara út að borða en hér er mikið af fallegum og girnilegum veitingastöðum.
Sendum frá okkur fleiri fréttir alveg á næstunni, þessari ferð er nefnilega u.þ.b. að ljúka.
-KK
Um bloggið
Heimsfarar Icelandair
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.