24.11.2007 | 19:34
Nairobi, Kenya
Hingað komum við frá Dubai þann 22.nóvember. Strax morguninn eftir fóru allir nema Laufey og Íris, sem voru veikar, í Masai Mara safarigarðinn. Meira sagt frá þeirri ferð síðar. (NÝTT) Ferðin í Masai Mara þjóðlendurnar var stórkostleg. Þangað keyrðum við í mod-sev turbulence enda vegakerfið ekki upp á marga fiska. Myndirnar tala sínu máli, en við sáum margar dýrategundir og einhverjar mannskepnur urðu á vegi okkar líka og ræddum hópurinn við þær á friðsamlegum nótum. Þeir vildu fá úrin okkar í skiptum fyrir varning, aðallega mykjuhauga sem eru mikils metnir af Masai mönnum. Fórum tilbaka með flugi.
Í dag fóru Laufey og Íris í National Park sem er safarigarður inni í Nairobi og fengu svo skoðunarferð um borgina og skruppu á Masai Market.
Þegar hópurinn hafði svo sameinast á ný í eftirmiðdaginn var farið að heimsækja ABC barnahjálp hér í Nairobi. Þar var mjög vel tekið á móti okkur og eyddum við nokkrum tímum með börnunum. ABC í Kenya er með þrjú hús þar sem börnin búa. Þetta eru börn sem eru annað hvort munaðarlaus eða koma úr fátækrahverfunum í borginni. Þórunn, sem sér um starfið hér, sagði okkur að 3,5 milljónir manna búa í þessum fátækrahverfum (slömmum) í Nairobi og eru þetta fjölmennustu fátækrahverfi í Afríku.
Það var gaman að heimsækja Þórunni og börnin. Þau byrjuðu á því að spyrja okkur spjörunum úr um flug og svo sungu þau og dönsuðu fyrir okkur. Við gáfum þeim svo smá styrk sem verður notaður til að kaupa bækur og annað sem vantar.
Leggjum af stað til Luxor í fyrramálið og sendum línu þaðan.
Knús og kremja frá Nairobi
Um bloggið
Heimsfarar Icelandair
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Magnaðar myndir!
María Júlía (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.