Osaka - Hong Kong - Saigon

Það er sama gleðin hér. Flugtíminn er ekki nógu langur fyrir farþegana. þeir biðja okkur um að fara aukahring því það er svo gaman um borð. Jói átti afmæli daginn sem við komum til Hong Kong og var sungið fyrir hann eins og önnur afmælisbörn um borð.Daginn eftir fóru stelpurnar á Ladies Market á meðan strákarnir fóru í skoðunarferð upp á fjall. Um kvöldið var svo farið á Night market. Við vorum öll sammála um það að Hong Kong er borg sem við viljum heimsækja aftur og sjá meira af (sérstaklega stelpurnar sem sáu ekkert nema markaði).

Gengið heimMorguninn eftir var svo lagt af stað til Ho Chi Minh City ( Saigon) í Víetnam. Saigon vakti mismikla lukku hjá áhöfninni og farþegum, ólíkt Hong Kong. Sumum fannst erfitt að finna ætilegan mat og borgin er skítug. Rottur og kakkalakkar gerðu stelpunum lífið leitt og vorum við í stanslausri lífshættu að reyna að fara um borgina fótgangandi. Það er ekki mikið um götuljós í Saigon og virðist gilda að sá sem er frekastur kemst áfram. Til að komast yfir götu þarf að labba hægt en ákveðið í veg fyrir skellinöðrur (í meirihluta) og bíla og reglan er sú að þau víkja fyrir fótgangandi.

Í Saigon keyptu stelpurnar sér Víetnamska þjóðbúninga og strákarnir fóru til skraddarans á markaðnum og létu sérsauma á sig jakkaföt. Aumingja Jakob var skilinn út undan og fékk engin jakkaföt.Víetnamar ganga í  þjóðbúningi sínum daglega en ekki bara við sérstök tækifæri eins og við Íslendingar. Stelpurnar skörtuðu svo búningunum á leiðinni til Cambodiu í dag.

Víetnamskir þjóðbúningar

Knús og kremja frá Cambodiu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heimsfarar Icelandair

Áhöfnin

Áhöfn FI-1409
Áhöfn FI-1409
Áhöfn TF-FIA, Flugnúmer FI-1409, flýgur hringinn í kringum jörðina á 26 dögum.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Stelpurnar allar með fjaðragrímurnar á leiðinni frá Prag
  • Oddný skilaði farþegunum heim til Toronto í Víkingadressi
  • Íris og Birgitta í víetnömskum búningum
  • Carl uppboðshaldari
  • Góssið sem var á uppboði til styrktar ABC

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband