14.11.2007 | 12:20
Osaka - Hong Kong - Saigon
Morguninn eftir var svo lagt af stað til Ho Chi Minh City ( Saigon) í Víetnam. Saigon vakti mismikla lukku hjá áhöfninni og farþegum, ólíkt Hong Kong. Sumum fannst erfitt að finna ætilegan mat og borgin er skítug. Rottur og kakkalakkar gerðu stelpunum lífið leitt og vorum við í stanslausri lífshættu að reyna að fara um borgina fótgangandi. Það er ekki mikið um götuljós í Saigon og virðist gilda að sá sem er frekastur kemst áfram. Til að komast yfir götu þarf að labba hægt en ákveðið í veg fyrir skellinöðrur (í meirihluta) og bíla og reglan er sú að þau víkja fyrir fótgangandi.
Í Saigon keyptu stelpurnar sér Víetnamska þjóðbúninga og strákarnir fóru til skraddarans á markaðnum og létu sérsauma á sig jakkaföt. Aumingja Jakob var skilinn út undan og fékk engin jakkaföt.Víetnamar ganga í þjóðbúningi sínum daglega en ekki bara við sérstök tækifæri eins og við Íslendingar. Stelpurnar skörtuðu svo búningunum á leiðinni til Cambodiu í dag.
Knús og kremja frá Cambodiu.
Um bloggið
Heimsfarar Icelandair
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.