8.11.2007 | 12:42
Whitehorse - Petropavlovsk - Osaka
Farið frá Whitehorse með trega. Start valve á hægri mótor var reyndar svo tregur að hann hreyfðist ekki og þurfti að handsnúa mótornum í gang. Kom þar Jakob sterkur inn með skiptilykilinn.
Flugið til Petropavlovsk-Kamchatskiy var óvenju rólegt hjá flugmönnunum, meira var að gera aftur í og flugvirkinn var að jafna sig eftir átökin við hreyfilstartið. Flogið var framhjá Mt. McKinley, hæsta fjalli Norður-Ameríku og síðan yfir Fairbanks í Alaska, áður en lagt var yfir Beringssund. Daglínan rann undir okkur og við það, töpuðum við einum sólarhring sem við komum reyndar til með að vinna upp þegar austar dregur. Á augnabliki fórum við úr því að vera 12 tímum á eftir Íslendingum í það að vera 12 tímum á undan. Farþegarnir skáluðu í kampavíni eftir að niðurtalning gaf til kynna nákvæmlega hvenær farið var yfir línuna.
Petropavlovsk er rússneskur bær ef bæ skyldi kalla í þeirri merkingu. 450 þúsund manns búa þar, en eins og með Whitehorse þá leit út fyrir að 20.000 manns byggju þar. Aðflugið lá yfir há fjöll (sjá myndir) og eru nokkur virk eldfjöll í næsta nágrenni enda má sjá rjúka úr eldfjallagígum. Eldsneytistakan tókst vel og áfram var haldið til Osaka.
Osaka flugvöllur er byggður á eyju sem er algjörlega manngerð (Löngusker?). Við komuna var tekið á móti okkur af starfsfólki Japan Aviation Service Co. Inc og fór fólkið sem stormsveipir um flugvélina. Okkur datt í hug orðið mauraþúfa þegar við fylgdumst með athöfnum þeirra í besta skilningi þess orðs. Þjónustustig Japana er gríðarlega hátt og var allt sem hugsast gat, skipulagt út í ystu æsar og þurfti áhöfnin ekki að hafa áhyggjur af neinu og var næstum því nóg um tilstandið. Okkur var tekið eins og þjóðhöfðingjum.
Næsta færsla lýsir reynslu okkar af Osaka, enda fáum við tveggja daga kærkomna hvíld hérna.
Um bloggið
Heimsfarar Icelandair
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.