Toronto - Whitehorse, Yukon

Farþegar ganga um borðFarþegarnir komu vel stemmdir til leiks í Toronto og við tókum á móti þeim með bros á vör. Allir voru mjög spenntir að leggja í þennan merkilega leiðangur og brottför frá Toronto gekk að óskum. 

Fimm og hálf klukkustund leið fljótt og var farþegum boðið upp á

margréttaðan hádegisverð ásamt tertum og tilheyrandi. Óbyggðir Kanada runnu framhjá og lending í Whitehorse var samkvæmt áætlun.

Whitehorse er gamall gullgrafarabær og gegndi stóru hlutverki sem þjónustu- og flutningamiðstöð í kringum aldamótin 1900 þegar gullæðið reið yfir. Allt yfirbragð bæjarins ber það með sér og myndir í albúminu okkar sýna glöggt hve bærinn er gríðarlega sveitalegur. Þó hér búi 21 þúsund manns, lítur út fyrir 20.800 séu einhvers staðar annars staðar en hérna. 75% íbúa Yukon búa samt hér.

Þeir sem muna eftir "Northern Exposure" þáttunum sem sýndir voru í Sjónvarpinu fyrir nokkrum árum, geta ímyndað sér hvernig hér er umhorfs.

Kvöldverður með farþegunum var góð byrjun á frábærri ferð og fengum við að bragða á vísundasteik eftir að hafa kynnt okkur fyrir farþegunum okkar.

Lagt af stað áleiðis til Osaka að morgni 6. nóvember. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við þetta er að bæta að "vísundasteikin" reyndist vera nokkurs konar hakkmeti og þótti kjet-ætunni í hópnum (Jóni) nóg um. Kallaði hann réttinn "Svikinn Vísund" enda minnti þetta óneitanlega mikið á svikinn héra eins og við þekkjum hann.

Til Osaka erum við komin og næsta færsla verður komin á netið seinnipart föstudags. Þangað til, hafið þið það gott og njótið lífsins.

Bestu kveðjur til allra.

Kári Kára (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heimsfarar Icelandair

Áhöfnin

Áhöfn FI-1409
Áhöfn FI-1409
Áhöfn TF-FIA, Flugnúmer FI-1409, flýgur hringinn í kringum jörðina á 26 dögum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Stelpurnar allar með fjaðragrímurnar á leiðinni frá Prag
  • Oddný skilaði farþegunum heim til Toronto í Víkingadressi
  • Íris og Birgitta í víetnömskum búningum
  • Carl uppboðshaldari
  • Góssið sem var á uppboði til styrktar ABC

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband